Framtíðarhópur SSÍ fer fram helgina 10.–11. janúar og verður að þessu sinni haldið í Ásvallalaug í Hafnarfirði.
Sundfélagið Óðinn á þrjá fulltrúa þessa helgi.
Þau eru Jón Ingi Einarsson og Katrín Birta Birkisdóttir, ásamt yfirþjálfara félagsins Ragnheiði Rúnólfsdóttur.
Framtíðarhópurinn er verkefni á vegum Sundsambands Íslands þar sem ungum og efnilegum sundmönnum er boðið að taka þátt í æfingarhelgi sem er blanda af sundæfingum, fyrirlestrum og hópefli.
Tekið af heimasíðu SSÍ:
„Markmið með æfingahelgum Framtíðarhóps er að fræða og hvetja upprennandi sundfólk, einnig til að styrkja liðsheildina. Vonast er til að þessar helgar virki hvetjandi, auki metnað hjá sundfólki til að ná árangri og að góð vinabönd myndist óháð félögum og búsetu.“
Til hamingju með valið og góða skemmtun um helgina.