Jólasund Sundskólans. Dagskrá

Þá er komið að lokum þessarar annar og við endum hana á svokölluðu Jólasundi.
Það verður haldið í Glerárlaug föstudaginn 19.12. og er ætlað öllum börnum í sundskólanum. Að því loknu hefst svo jólafrí og æfingar hefjast aftur samkvæmt stundarskrá mánudaginn 5. janúar. En þar sem allir komast ekki í laugina í einu þá verða tímasetningar svona:

Kl.14.45-15.15 mæta Höfrungar úr báðum laugum
Kl. 15.15-15.45 mæta Gullfiskar úr báðum laugum og Krossfiskar.
Kl. 15.45-16.15 mæta Sæhestar 1a og b og 2 úr Glerárlaug
Kl.16.15-16.45 mæta Sæhestar 3 og Sæhestar úr akureyrarlaug ásamt foreldri.
Og kl. 16.45-17.15 mæta Skjaldbökur 1 og 2 ásamt foreldri.
Ef systkyni eru í mismunandi hópum mega þau mæta saman í þann tímann sem hentar betur og þar sem mikið gengur á þessa daga þá er börnunum frjálst að koma á öðrum tímum ef uppgefinn tími hentar illa.
Við þjálfararnir hlökkum svo til að sjá ykkur öll!