Íslandsmeistaramót ÍF í 50 m laug fór fram 20. og 21. apríl 2013.

Laugardagsmorguninn 20. apríl fóru 6 keppendur ásamt Lísu fararstjóra og Jóni Heiðari þjálfara með flugi suður til Reykjavíkur á Íslandsmeistaramót sem haldið var í Laugardalnum. Keppni byrjaði kl 15. Eftirfarandi er árangur þeirra á mótinu:

5 gull:
Villi:  100 flug, 100 bak, 100 skrið, 100 bringa
Lilja Rún: 50 bringa

4 silfur:
Villi: 50 skrið
Lilja Rún: 100 bringa
Bæði boðsundin  4x100 fjór og 4x100 skrið. Sveitina skipuðu Villi, Axel, Garðar og Breki.

4 brons
Lilja Rún:  200 skrið, 200 fjór, 50 skrið
Breki: 100 bak

Flestir voru  að bæta sig eða synda við sína bestu tíma.

Á sunnudagskvöldinu var síðan mótinu slúttað með lokahófi í Gullhömrum þar sem menn gæddu sér að gómsætum mat. M.a. var sýnd stuttmynd frá mótinu. Síðan var dansað fram eftir kvöldi.

Það voru ánægðir keppendur sem komu heim um eitt leytið á mánudag eftir skemmtilega og vel heppnaða keppnisferð til Reykjavíkur.

Takk fyrir skemmtunina um helgina krakkar. Kveðja frá Lísu fararstjóra og Jóni Heiðari þjálfara.