Íslandsmeistaramót aldursflokka (AMÍ) fór fram í Sundlaug Akureyrar helgina 20.–22. júní. Óðinn sendi 27 keppendur til leiks og stóðu þau sig öll frábærlega. Flestir bættu sig verulega og greinilegt er að afrakstur vetrarins er að skila sér.
Lovísa Austfjörð Stefánsdóttir varð Íslandsmeistari í 100 m baksundi kvenna í aldursflokknum 12–13 ára. Hún hafnaði einnig í 2. sæti í 200 m baksundi.
Katrín Birta Birkisdóttir varð Íslandsmeistari í 100 m flugsundi og 200 m fjórsundi kvenna í aldursflokknum 12–13 ára. Hún hafnaði einnig í 2. sæti í 100 m og 200 m bringusundi.
Boðsundsveit Óðins skipuð af Lovísu Austfjörð Stefánsdóttir, Viktoríu Guseva, Katrín Birtu Birkisdóttir og Evu Sóley Aronsdóttir urðu Íslandsmeistarar í 4x50m fjórsundi 12-13 ára.
Aðrir sem komust á verðlaunapall:
Nanna Karen Arnarsdóttir – 2. sæti í 50 m bringusundi og 3. sæti í 100 m bringusundi kvenna, í aldursflokknum 11 ára og yngri.
Eva Sóley Aronsdóttir – 2. sæti í 100 m skriðsundi kvenna, í aldursflokknum 12–13 ára.
Jón Ingi Einarsson – 3. sæti í 100 m skriðsundi og 200 m bringusundi, í aldursflokknum 14–15 ára.
Baldur Máni Hreiðarsson – 3. sæti í 100 m bringusundi, í aldursflokknum 12–13 ára.
Alexander Reid McCormick – 3. sæti í 800 m skriðsundi, í aldursflokknum 14–15 ára.
Magni Rafn Ragnarsson – 2. sæti í 100 m og 200 m bringusundi, í aldursflokknum 14–15 ára.
Benedikt Már Þorvaldsson – 3. sæti í 100 m bringusundi, í aldursflokknum 14–15 ára.
Boðsundsveit Óðins, skipuð Lovísu Austfjörð Stefánsdóttur, Viktoríu Guseva, Katrínu Birtu Birkisdóttur og Evu Sóley Aronsdóttur, hlaut 2. sæti í 4×100 m skriðsundi, í aldursflokknum 12–13 ára.
Boðsundsveit Óðins, skipuð Magna Rafn Ragnarssyni, Alexander Reid McCormick, Jóni Inga Einarssyni og Benedikt Má Þorvaldssyni, hlaut 2. sæti í 4×100 m skriðsundi, í aldursflokknum 14–15 ára.
Innilega til hamingju með frábæran árangur framtíðin er sannarlega björt hjá Óðni!
Við vonum að allir hafi notið mótsins og hlökkum til að sjá ykkur aftur á komandi keppnum.
Kærar þakkir til AMÍ nefndar, SSÍ og stjórnar Óðins fyrir vel heppnað og skemmtilegt mót.