IMOC, Opna Íslandsmeistaramótið í Garpasundi

IMOC, Opna Íslandsmeistaramótið í Garpasundi, verður haldið 6.-7. maí 2011 í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Keppt verður í 25m laug.

Skilafrestur skráninga er 20. apríl kl 18:00 fyrir þá sem hafa Hy-Tek, en fyrir aðra er skilafrestur 13. apríl kl 13:00. Skráningargjald er 1000kr á grein, að hámarki 4000kr og 1500kr fyrir boðsund (sjá reglugerð um innheimtu garpagjalda frá sundþingi 2011).
Mótið er í þremur hlutum: 1. hluti föstudagur 6. maí, tæknifundur kl 15:30, upphitun kl 16:00-16:55, mót byrjar kl 17:00. 2. hluti laugardagur 7. maí, upphitun kl 08:00-08:55, mót byrjar kl 09:00. 3. hluti laugardagur 7. maí, upphitun kl 14:00-14:55, mót byrjar kl 15:00.
Lokahóf verður haldið á laugardagskvöldið og opnar hú kl 19 eða 20, upplýsingar um stað og stund koma er nær dregur, sem og verð.

Greinaröðun o.fl. (PDF)