ÍM 25 ÍF seinni hluti. Fleiri gull og þar með fleiri Íslandsmeistaratitlar.

Seinni hluti mótsins var ekki síðri enn sá fyrri. Það var byrjað á að veita verðlaun fyrir boðsund 4x50 m skrið. Það tók okkar boðsundssveit silfur en tvö lið lentu í öðru sæti. Þess má geta til gamans að eftir þriðja sprett var Óðinn í 5 sæti, en Villi gerði sér lítið fyrir og vann okkur upp í annað sætið með síðasta spretti. Boðsundssveitina skipuðu Guðmundur, Axel, Breki og Villi.

Villi fékk gull í 100 m skrið,100 m bak og 200 m skriðsund. Lilja Rún fékk silfur í 50 bringu og 100 fjór. Villi fékk s.s. gull í öllum einstaklingsgreinunum sem hann keppti í.

Síðan urðum við í þriðja sæti í boðsundi 4x50 fjórsund og þar voru það Axel, Breki, Villi og Guðmundur sem syntu í boðsundssveitinni.

Á mótinu féllu allmörg íslandsmet og eftir fyrri daginn urðu þau 19 talsins og þá var seinni hlutinn eftir. Þannig að á þessu móti féllu 30 íslandsmet.

Við þökkum ykkur fyrir frábæra helgi,
Kv, Jón Heiðar og Lísa (fararstjóri)