ÍM 25 ÍF fyrri hluti - Íslandsmet og íslandsmeistarar

Fyrsti dagur á ÍM 25 ÍF gekk vel. Villi tók íslandsmetið í 50 m. skrið og hrifsaði þar með titlinn af Jóni Margeir. Hann nældi síðan í gull í 200 m. fjórsundi. Lilja Rún fékk silfur í 50 m skriðsundi, 100 m bringusundi og gull í 200 m fjórsundi. Breki nældi sér í brons í 50 m skriðsundi og Axel fékk silfur í 50 m. bak.Tinna stórbætti tímann sinn í 50 m skriðsundi.  
Þjálfarinn mjög ánægður með árangur krakkana eftir daginn í dag. Seinni hlutinn hefst kl 10 í fyrramálið.