Hittum Ólympíumeistarann.

Á mánudagseftirmiðdag komum við saman í teríunni í Íþróttahöllinni með Jóni Margeir Sverrissyni Ólympíumethafa í 200 m skriðsundi. En hann kom hingað um helgina til að keppa á Bikarmóti Íþróttasambands Fatlaðra sem eitt lið. Mótið var haldið í Akureyrarlaug á laugardaginn.

Tilefni samkomunnar var að fá að skoða Ólympíugullið og ræða við meistarann. Krakkarnir fengu allir að handfjatla verðlaunin og kom það þeim mest á óvart hvað hann var þungur. Þau fengu síðan að spyrja hann út í ýmislegt sem sneri að æfingum og stórmótum. Það voru margir af okkar yngri iðkendum sem vildu fá eiginhandaráritun hjá honum og einnig fengu þau mynd af sér með Ólympíumeistaranum. Ég held að þarna hafi mörg hver eignast sinn uppáhalds sundmann á Íslandi.

Jón Margeir hefur ýmiss önnur áhugamál önnur en sund, eins og Down hill hjólreiðar. Hann kom með hjólið sitt með sér norður til að prófa hjólabrautina í Kjarnaskógi. Hann sýndi þeim sem vildu hjólið sitt og sumir þeir allra æstustu fengu að taka einn hring á því.

Við hjá Sundfélaginu þökkum Jóni Margeiri og föður hans Sverri kærlega fyrir þessa skemmtilegu stund.

Myndir frá helginni komnar á myndasíðu.