Gullmót Óðins í Glerárlaug verður fimmtudaginn 4. feb.

Þá er komið að því!
Gullmótið í Glerárlaug verður fimmtudaginn 4. feb. Mótið er fyrir krakkana sem æft hafa með sundskólanum frá því í haust og foreldrum/ forráðamönnum, öfum/ ömmum og öðrum áhugasömum er velkomið að koma með og fylgjast með þessum snillingum. Til að allir komist fyrir þá synda börnin í hópum og það eru :

Höfrungar úr báðum laugum sem byrja kl. 14.45
Gullfiskar úr báðum laugum kl. 15.15
Krossfiskar kl. 15.45
Sæhestar 2 og 3 og úr Ak-laug kl. 16.00
og að lokum Skjaldbökur 1og 2 kl. 16.45

Gullmótið er ekki eiginlegt mót en meira svona sýning á því sem börnin geta og uppbrot til skemmtunar. Allir fá verðlaun að loknu sundi og fara svo heim.

Sundkveðjur, þjálfarar.