Gullmót Óðins - hópaskipting

Gullmót Óðins fyrir yngstu iðkendurna fer fram í Glerárlaug í dag, föstudaginn 2. febrúar. Gullmótið er árleg sýning á framförum iðkenda í sundskólanum okkar úr báðum laugum. Það verða því ekki hefðbundnar æfingar hjá yngstu hópunum í dag heldur kemur mótið í staðinn fyrir æfingar.

Til þess að allir komist að þá skiptum við hópunum niður en systkini mega að sjálfsögðu koma saman á þeim tíma sem hentar og þau sem eru upptekin mega koma þegar hentar á tímabilinu 15.00-17.15. hér er svo hópaskiptingin:

Kl. 15.00-15.45 Höfrungar úr báðum laugum og Gullfiskar í Glerárlaug.
Kl. 15.45-16.30 Gullfiskar 1 og 2 (ak-laug), Sæhestar 1 (gler-laug) og krossfiskar.
Kl. 16.45-17.30 Sæhestar ak-laug og sæhestar 2 og 3 gle-laug. Skjaldbökur 1 og 2.

Foreldrar, afar, ömmur og aðrir áhugasamir eru velkomnir til að horfa á.

Að loknu sundi iðkenda þá fer hann uppúr enda búinn með sína sýningu en ekki er leyfilegt að fara í pottinn á meðan á móti stendur.

Hlökkum til að eiga skemmtilegar stundir með yngstu iðkendunum í Glerárlaug í dag!