Gullmót KR 10-12 febrúar.

Gullmót KR 2012 fer fram í Laugardalslaug 10-12. febrúar í 50 m braut. Á þetta mót fara sundmenn Óðins í Afrekshópi, Úrvalshópi, Framtíðarhópi og Hákörlum. Mótið er opið öllum aldursflokkum þar sem keppt er i 84 greinum í 6 mótshlutum, auk KR Super Challenge á laugardagskvöldi, þar sem keppt er í 50 m flugsundi.

Hér eru skráningar okkar krakka.
Skráningar Óðins

Ferðatilhögun
Farið verður með rútu frá planinu sunnan við Íþróttahöllina stundvíslega kl. 9 að morgni föstudagsins 10. febrúar og til baka á sunnudag að móti loknu um kl 18:00.

Gisting og matur er í Laugalækjarskóla rétt hjá sundlauginni. Heimasíða Gullmóts KR 2012

Búnaður:
Sundföt, gleraugu, sundhetta
Handklæði 2-3
Skór til að vera í á bakkanum
Hlýir sokkar
Óðinsgalli, bolur
Vatnsbrúsi

Til gistingar í skóla:
Vindsæng/dýna
Sæng/svefnpoki
Koddi/lak
Náttföt
Tannbursti og tannkrem

Nesti - peningur:
Sundmenn þurfa að hafa með sér nesti fyrsta daginn en fá kvöldmat í skólanum strax fyrsta kvöldið. Þá getur verið gott að eiga eitthvað hollt og gott til að narta í yfir helgina, t.d. gróft kex og ávaxtasafa. Sælgæti og sætabrauð er stranglega bannað. Þá þurfa sundmenn að hafa pening meðferðis til að kaupa sér næringu áður en lagt verður af stað heim á sunnudag, 1.000-1.500 kr. Fararstjórar geta geymt pening.

Fararstjórar:
Lísa Björk (Snævar Atli Úrvalshóp) GSM: 865 8953
Þóra Ester (Kristín Ása afrekshóp) GSM: 847 6250
Ingólfur (Steinar í Framtíðarhóp)   GSM: 840 2915
Börkur (Nanna í Afrekshóp)            GSM: 864 8373

Þjálfarar:
Ragnheiður Runólfsdóttir og Pétur Birgisson

Kostnaður:
Við notum Samherjastyrkinn til að niðurgreiða þetta mót verulega, eða um 12.000 kr á barn. Heildarkostnaður á mann er 18.000 þúsund kr. (sjá sundurliðun hér fyrir neðan) þannig að teknu tilliti til niðurgreiðslu þarf að borga 6000 kr á barn. Upp í það getur hver og einn nýtt það sem hann kann að eiga úr einstaklingsfjáröflunum. Upplýsingar um inneign gefur fjáröflunarnefnd sundfélagsins, fjaroflun@odinn.is. Leggist inn á reikning Óðins 0566-26-80180 kt. 580180-0519 fyrir brottför.

Sundurliðun kostnaðar pr. sundmann:

Matur og gisting 9.500 (keypt af KR)
Rúta 5.500
Bakkanesti 500
Greinar 1.500
Farstjórn+þjálfarar 1.000
Samtals: 18.000

Mikilvægt:
Ef barn ætlar ekki með rútunni eða gistir ekki í skólanum þarf að koma skilaboðum um það á odinn@odinn.is í síðasta lagi um hádegi þriðjudaginn 7. febrúar. Að öðrum kosti þarf að greiða fullt gjald.

Áríðandi:
Ef barn er með fæðuofnæmi, annarskonar ofnæmi eða er á lyfjum er mikilvægt að foreldrar setji sig í samband við fararstjóra.

Fylgist áfram með hér á síðunni því nánari upplýsingar koma inn.