Gullmót KR

Gullmót KR fer fram í Laugardalslaug dagana 9. - 11. febrúar. Frá Óðni fara Framtíðar-, Úrvals- og Afrekshópur. Lagt verður af stað frá Íþróttahöllinni kl. 8:00 á föstudeginum og komið heim aftur að seinasta mótshluta loknum á sunnudeginum. Áætluð heimkoma verður um miðnætti.

Þjálfarar sjá um skráningar á mótið en þeir sem ekki ætla að fara á mótið eru vinsamlegast beðnir um að láta þjálfara vita fyrir mánudaginn 5. febrúar.

Frekari upplýsingar um kostnað og fararstjóra munu birtast hér á heimasíðunni á næstu dögum.

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér:

https://www.kr.is/sund/wp-content/uploads/sites/11/2018/01/Gullmot_KR_2018.pdf