Gullmót í Glerárlaug 7. febrúar

Þá er komið að hinu svokallaða Gullmóti í Glerárlaug. Mótið er sýningarmót fyrir alla fjölskylduna og þátttakendur eru öll börn sundskóla Óðins.

Sundmót

Mótið verður að þessu sinni föstudaginn 7. febrúar og er mæting hópana svona:
  • Kl. 15.00 byrja Höfrungar úr báðum laugum
  • Kl. 15.30 er röðin komin að Gullfiskum úr báðum laugum
  • Kl. 16.00 eru það Krossfiskar og sæhestar 1 og 2 úr Glerárlaug
  • Kl. 16.30 Sæhestar 3 og sæhestar úr akureyrarlaug
  • Kl 16.45 skjaldbökur allir hópar.
Systkini mega mæta saman á þeim tíma sem best hentar. Þetta mót er ekki með tímatöku og er fyrst og fremst hugsað sem uppbrot og sýning á því sem krakkarnir ykkar eru að fást við jafnframt sem við erum að kynna fyrir þeim mótahald í sundi. Vonumst til að sjá sem flesta og vonum að allir hafi gaman af
 
Þjálfarar