Gullfólk á Gullmóti KR!

Samstaða og stuðningur einkennir Óðinsfólk en hérna má sjá brot af hópnum sem fór með á Gullmót KR!
Samstaða og stuðningur einkennir Óðinsfólk en hérna má sjá brot af hópnum sem fór með á Gullmót KR!
Áfram Óðinn!🐻‍❄️
 
Þá er Gullmóti KR lokið og við þökkum innilega fyrir okkur Sunddeild KR!🤗🏊🏼‍♂️ Fulltrúar Afreks,- Úrvals,- Krókódíla- og Framtíðarhópa Óðins fóru sátt og sæl heim, drekkhlaðin verðlaunum og frábærum minningum❤️
“Ólýsanleg seigla og átök”, “samstaða með liðsfélögum og öðrum sundmönnum” og “háværust á bakkanum!” eru allt litlar, en kraftmiklar, setningar sem lýsa Óðinsmönnum og þeirra frammistöðu um þessa helgi 💪🏽🎉
Bætingar, blóð, sviti og tár eru aldrei langt undan þegar okkar fólk kemur, sér og sigrar en hérna er smá upptalning af verðlaunapallinum;
- Ísabella hlaut silfur í 200 bringu
- Magni Rafn fékk gull í 200 bringu, silfur í 200 skrið, brons í 100 skrið og brons í 100 flug
- Ívan Elí landaði gulli í 100 bak og silfri í 200 bak
- Bríet Laufey nældi í brons í 100 bringu
- Benedikt Már vann gull í 100 bringu og silfur í 200 bringu
- Una Steinunn hnappaði gulli í 50 skrið og silfri í 50 bak
- Ástrós Lea nældi í silfur í 50 bringu
- Kristinn Viðar greip brons í 100 bak
Þá unnu tvær boðsundsveitir til verðlauna;
- 4x 50 skrið drengja lenti í þriðja sæti (Björn Elvar, Ívan Elí, Benedikt Már og Magni Rafn)
- 4x 100 skrið karla hafnaði í öðru sæti (Elvar Þór, Benedikt Már, Ívan Elí og Kristinn Viðar).
Þá má ekki gleyma hinu alræmda Super Challange, sem haldið er árlega, en þar kepptu sundmenn í undanrásum 50 flug á föstudeginum. Úrslitin eru svo haldin í brjálaðri stemmingu á laugardagskvöldinu með ljósasýningu og látum!😝💎
Við áttum alls sjö keppendur í úrslitum í ár (og Friðrika Sif var varamaður)
- Kristófer Óli
- Halla Rún
- Krista Mist
- Ívan Elí
- Björn Elvar, sem hlaut brons!
- Magni Rafn
- Benedikt Már

Sundfélagið Óðinn er nefnilega ríkasta sundfélag landsins!
Gefið, við eigum ekki alltaf nýjasta búnaðinn, þurfum að ferðast 400 km í næstu nútímalegu sundaðstöðu, þurfum að berjast fyrir tilverurétti okkar í einu keppnislauginni á Akureyri og höfum enga þrekaðstöðu sem iðkendur okkar geta kallað sína eigin…
En þar liggur gullið grafið; í óendanlega duglegum iðkendum okkar og öllu sem þeim fylgir💪🏽❤️🏊🏼‍♀️
Foreldrar, takk fyrir lánið! Dómarar, þið eruð frábær! Fararstjórar, takk fyrir ómetanlega aðstoð!
Akureyrarbær, við greinilega stöndum okkur ótrúlega vel en gætum enn betur með almennilega æfingaaðstöðu.
Viljum bara benda á það samhliða aðgerðaráætlun Akureyrarbæjar á íþróttamannvirkjum en nú er komið að okkur, atriði sjö😊