Grunnsundþjálfaranámskeið á vegum Sundfélagsins Óðins 1-2 mars

Næstu helgi (nánar tiltekið föstudag og laugardag) mun Sundfélagið Óðinn fá til sín gestakennara í sundþjálfun til Akureyrar. Kennari er Brian Daniel Marshall aðjúnkt á Íþróttasviði Háskólans í Reykjavík. Hann hefur þjálfað sundfélög í Bretlandi, Danmörku og Íslandi, auk þess sem hann er fyrrverandi landsliðþjálfari íslenska liðsins í sundi.

Námskeiðið er ekki eingöngu hugsað fyrir þjálfara Óðins og eru allir íþróttakennarar og þeir sem hafa áhuga á sundþjálfun / sundkennslu hvattir til að nýta sér þetta frábæra tækifæri sem okkur býðst á norðurlandi.

Tímasetning

Föstudagur

kl.17:30-20:30 í stofu 202 í Brekkuskóla (gengið inn að norðan).

Laugardagur

kl.08:30-15:00 þá er gert ráð fyrir að byrja á sundlaugarbakka Akureyrarlaugar og fylgjast með
sundkrökkum úr Sundfélaginu í ca. klst. áður en haldið verður inn í Brekkuskóla.

 

Létt hressing, kaffi, te og brauð verður á staðnum.


Þátttaka tilkynnist ekki síður en fimmtudaginn 28. feb á netfangið ikg@akmennt.is.
Kostnaður kr. 3.500 leggist inn hjá Sundfélaginu á reikningsnúmerið 0566-26-80180, Kt. 580180-0519.

Í tilvísun skal setja "námskeið".



Námskeiðið mun fjalla m.a. um:

  • Grundvallatækni í sundi (þ.m.t. skull, flot, renna, jafnvægi o.s.frv.)
  • Greina sundtækni
  • Grunnáhersluþætti fyrir mismunandi aldurshópa
  • Umræður um kennslu, þjálfun æfingar og skipulagningu

 




 

Mest notaða kennsluaðferðin í sundi er að kenna fótatakið og handartakið til að öðlast færni í mismunandi sundstíl. En hægt er ná betri árangri – og til lengri tíma - með því að kenna frá búk út í útlimi. Á námskeiðinu er farið yfir 7 undirstöðuatriði sem ætíð eru í fyrirrúmi í kennslu áður en fóta og handatök eru kennd. Einnig er farið yfir aðferðir við að greina tækni og að koma í veg fyrir grunn vandamál. Farið verður yfir skipulagningu námskeiða/anna og ekki síst hvernig við sýnum tækni á bakkanum.
Námskeiðið er uppbyggt þannig að þátttakendur geta rætt mestu áskoranir sem þeir standa frammi fyrir dags dagslega og ræddar hugsanlegar lausnir við þeim.

 

Vonandi sjáum við sem flesta

Sundfélagið Óðinn