Greiðsla æfingagjalda fyrir vorönn 2020

Nú er búið að setja inn í NORA kerfið æfingagjöld fyrir vorönn 2020. Ganga þarf frá greiðslu fyrir miðvikudaginn 15. janúar en eftir þann tíma verður sendur út greiðsluseðill og þá er ekki hægt að nýta frístundastyrk.

Ef þú ert að fá þennan póst en barnið þitt er hætt að æfa endilega tilkynntu það með því að senda nafn og kennitölu barnsins á odinn@odinn.is
Linkur fyrir Nori kerfið https://iba.felog.is/

iba.felog.is - Íþróttabandalag Akureyrar - Ný útgáfa af Nóra. Kennitala notuð í stað notendanafns á vef og í öppum. Nú er engin sér síða fyrir starfsmenn, kerfið veit hverjir hafa réttindi starfsmanna og opnar í "Aðerðir" sér verklið fyrir starfsmenn sem inniheldur "Mínir flokkar" "Yfirlit" "Stjórnborð" eftir aðgangsheimildum starfsmanna.
Æfingagjöld eru þau sömu og á haustönn. Vorönn er hinsvegar lengri en haustönnin og því er hún og hefur alltaf verið dýrari en haustönnin.

ATH
Ef það eru sérstakar ástæður fyrir að þið óskið eftir að bíða með að ganga frá greiðslu er mikilvægt að senda póst á gjaldkeri@odinn.is. Þeir sem ekki verða búnir að ganga frá skráningu eða hafa samband munu fá sendan greiðsluseðil fyrir æfingagjöldum og þá er ekki hægt að nota frístundastyrk.

Val er um að greiða með því að fá greiðsluseðla eða nota kreditkort (Visa og Mastercard) og hægt er að skipta greiðslunum á allt að 3 greiðslur fyrir önnina. Jafnframt er fólki gert kleift að innleysa tómstundaávísunina í gegnum kerfið með því að haka á viðkomandi stað.

Ef fólk ætlar að nýta tómstundaávísanir Akureyrarbæjar, kr. 40.000 verður að muna að haka í „nota frístundastyrk“ . Ekki er hægt að leiðrétta eftirá og er íþróttafélögum bannað að endurgreiða þann pening skv. reglum bæjarins. 

Við viljum vekja athygli á því að kostnaður fyrir hvern greiðsluseðil er kr. 390,- sem er greiðslu og þjónustugjald innheimt af Greiðslumiðlun. Sundfélagið Óðinn leggur þetta gjald ekki á og fær ekkert af því í sínar hendur. Þetta á einungis við greiðsluseðla, ekki er aukakostnaður þegar notað er kreditkort.

Að lokum viljum við benda á að skráning er bindandi fyrir önnina og endurgreiðir Sundfélagið Óðinn ekki æfingagjöld nema þá að um langvarandi veikindi eða slys á barni sé um að ræða. Allar slíkar beiðnir þurfa að berast til á netfangið odinn@odinn.is

Gangi ykkur vel