Gott gengi á Dalvík

Sundfólk Óðins rakaði inn verðlaunum á árlegu Lionsmóti Sundfélagsins Ránar á Dalvík um helgina. Mótið gekk vel fyrir sig í blíðuveðri.

Góður árangur náðist á mótinu en á því kepptu yngri sundmenn félagsins. Nokkrir voru að ná lágmörkum inn á Aldursflokkameistaramót Íslands, AMÍ, og á meðan aðrir voru að reyna sig við greinar sem þau hafðu ekki synt áður. Krakkarnir stóðu sig allir mjög vel og mörg verðlaun komu í okkar hlut, sem fyrr segir. Þá var ánægjulegt að sjá þá góðu aðstöðu sem búið er að byggja upp á Dalvík, íþróttahús, þrekaðstöðu og sundlaug, allt á sama stað.

Sérstaklega gaman var aðsjá þrjú ný lið á mótinu sem teljast til nágranna okkar í Óðni. Samherjar innan úr firði, HSÞ frá Laugum og Hvöt frá Blönduósi. Einnig voru þarna sundmenn úr Tindastóli á Sauðárkróki og að sjálfsögðu gestgjafarnir í Rán, ásamt Óðni. Óskandi er að þessi nýju lið vaxi og dafni og við hjá Óðni bjóðum þeim að sjálfsögðu alla þá aðstoð sem við getum veitt.


Inn á myndasíðu eru komar myndir frá Dillu. Þeir sem hugsanlega luma á fleiri myndum eru hvattir til að senda þær á halldorarin@gmail.com

Úrslit frá Lionsmóti Ránar 2011 (Excel-skrá)