Glerárdalurinn hreinsaður

Ekki var nú fallegt um að  litast á Glerárdal þegar vaskur hópur frá Óðni mætti þar í gærmorgun. Svæðið meira og minna undirlagt af sprpi sem fokið hafði frá haugunum í vetur og var nú komið í ljós eftir að snjóa leysti. Þetta átti þó aldeilis eftir að breytast.

Um var að ræða fjáröflun hjá elstu hópum félagsins og var nú hafist handa við hreinsunarstarfið. Óðinsbörn og foreldrar gengu vasklega til verks og 5 tímum síðar var heldur betur öðruvísi um að litast. Ruslapokarnir sem fylltir voru á þessum tíma skiptu líka tugum. Í kaupbæti fékk fólk þarna skemmtilegan útivistardag í góðum félagsskap. Alveg frábær dagur og framkvæmdin okkur til sóma. Sævar smellti af nokkrum myndum.