Glæsilegt Íslandsmet hjá Ingu Elínu

Inga Elín Cryer úr Sundfélagi Akraness setti nú rétt í þessu nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 200 m flugsundi kvenna á AMÍ. Inga Elín synti á tímanum 2:17,97 en Erla Dögg Haraldsdóttir úr ÍRB átti eldra metið, 2:18,22 frá árinu 2007.

Tvö aldursflokkamet hafa fallið á mótinu. Arnór Stefánsson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar bætti 20 ára gamalt drengjamet í 1.500 m skriðsundi. Arnór synti á tímanum 16:56,89. Þá bætti Ólöf Edda Eðvarðsdóttir úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar telpnametið í 100 m flugsundi á tímanum 1:05,71. Þau eru bæði 14 ára gömul.

Keppni á Aldursflokkameistaramótinu er mjög jöfn og hörð. Þegar einum mótshluta er ólokið eru Ægir og Íþróttabandalag Reykjanesbæjar að berjast um 1. sætið og um 3, sætið er keppnin á milli Sundfélagsins Óðins og Sunddeildar Fjölnis