Garpamót Breiðabliks verður haldið 3 nóv.

Garpamót sunddeildar Breiðabliks 3. nóvember 2012

Boðsbréf
Sunddeild Breiðabliks býður félagi þínu til þátttöku á sundmóti fyrir eldri iðkendur í sundlaug
Kópavogs við Borgarholtsbraut. Keppendur þurfa að hafa náð 25 ára aldri.
Tilgangur mótsins
Megin tilgangur mótsins er að hafa gaman af keppninni, rifja upp gamla takta eða finna upp
nýja. Það er öllum hollt að æfa sig að keppa, það eflir sjálfstaust, félagsandann og auðveldar
þátttakendum að setja sér markmið í framtíðinni.
Skortur hefur verið á sundmótum fyrir eldri iðkendur að hausti síðustu ár og er þetta tilraun til að
bæta úr því.
Sumir iðkendur ætla að synda 1500 m skriðsund á þorláksmessu og má líta á 800 m skriðsund
sem upphitun fyrir þá skemmtun.

Tímasetning
Laugardagur 3. nóvember
Upphitun hefst kl. 11:00 og keppni hefst kl. 12:00, áætluð keppnislok eru kl. 15:00
Keppnisgreinar
Keppt verður í eftirfarandi greinum í karla- og kvennaflokki.
800 m skriðsund
50 m flugsund
50 m baksund
50 m bringusund
50 m skriðsund
100 m fjórsund
200m skriðsund
4 x 50m skriðsund blönduð sveit, 2 karlar og tvær konur

Skráning
Eitt skráningargjald er fyrir hvern keppanda að upphæð kr. 1500. Hverjum keppanda er heimilt
að keppa í eins mörgum greinum og vilji stendur til.
Skráningum skal skila á HyTek formi á sundbliki@gmail.com
Skráningargjöld greiðast inná reikning sunddeildar Breiðabliks nr.322-26-1429 (Kt: 430591-
1429) Einnig er tekið á móti greiðslum á mótsstað í gegnum posa.
Skráningarfrestur fyrir HyTek skrár er til miðnættis föstudagsins 26. október.
Verði skráningum skilað á öðru formi er skráningafrestur til miðnættis þriðjudaginn 23.
október.
Keppendalisti verður sendur út þriðjudaginn 30. október.

Verðlaun
Ekki eru veitt verðlaun fyrir einstakar en dregið verður úr keppendalista um nokkur verðlaun,
þannig að allir eiga jafna möguleika.