Fyrsti dagur á ÍM 25

1.dagur á Í25 2016 gekk vel. Óðinskrakkar voru að bæta sig mikið. Ungt liðið sem kemur á óvart og margir hverjir að synda sig inn í úrslit. 
Frábær frammistaða og eftirtektarvert hversu efnilegt sundfólkið okkar er.
Þeir sem syntu til úrslita voru þau Eva Sól Garðarsdottir, Embla Sól Garðarsdóttir, Þura Snorradóttir, Snævar Atli Halldórsson, Sigurjóna Ragnheiðardóttir, Rannveig Katrin Arnarsdóttir. Svo vorum við með tvær boðsundssveitir í kvennaflokki og eina í karlaflokki. Allir sýnu góða frammistöðu.  Nokkur Akureyrarmet slegin sem er afar hvetjandi. Snævar Atli í 100 bringu í piltaflokki, boðsundssveit 15-17 ára stráka sló 11 ára gamalt Akureyrarmet en hana skipuðu Snævar Atli, Hákon Alexander, Baldur Logi og Aron Bjarki. Eins leit glænýtt Akureyrarmet dagsins ljós en 13-14 ára stelpur settu það en þá sveit skipuðu Eva Sól, Aþena, Þura og Rebekka. 
Frábær stemming í hópnum og það fer vel um hópinn hérna á hótel Völlum.
Við sendum sundkveðjur heim