Fundir laugardaginn 20. apríl með foreldrum og þjálfurum. Gleði, fagmennska og árangur !

Laugardaginn 20. apríl verða fundir með sundlandsliðsþjálfaranum og Röggu yfirþjálfara okkar í aðstöðu ÍBA í Glerárgötu.

Þjálfarar félagsins kl. 10:00

Foreldrar iðkenda og stjórn Óðins kl. 13:00. Áætlaður fundartími er ca. 2 tímar.

Ætlunin er að ræða m.a. um framtíðarsýn félagsins, hvernig við gerum gott félag framúrskarandi, markmið og leiðir, hlutverk foreldra og fleira.

Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta þó fyrirvarinn sé stuttur. Öflugra félag, okkar allra hagur. Þetta er frábært tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri og taka þátt í að gera Sundfélagið okkar enn betra.

Bestu kveðjur, Yfirþjálfari og stjórn Óðins