Frostharkan enn á ný og engar útiæfingar

Enn á ný þarf sundfélagið að aflýsa öllum útiæfingum í Sundlaug Akureyrar vegna frosthörku þar sem frostið er of mikið til þess að halda úti æfingum. Opinber mælir sýnir -11°.

Engar útiæfingar fara fram í dag. Aflýsa þurfti æfingu í morgunn hjá afrekshópi og núna seinni partinn í dag hjá afreks-, úrvals- og framtíðarhóp sem eru samtals um 68 iðkendur. Stjórn og þjálfurum Óðins þykir þessi staða vera bagaleg og að aflýsa þurfi æfingum síðasta fimmtudag og svo aftur í dag vegna kulda og bágborinnar aðstöðu hjá þriðja stærsta sundfélagi landsins.