Fréttir af RIG og þar féllu þrjú Akureyrarmet í meyjaflokki.

Frábær helgi að baki þar sem sundfólkið okkar stóð sig mjög vel.
Sterkt alþjóðlegt mót var haldið í Laugardalslaug. Þar voru meðal annara heimsmeistarar að synda, ásamt okkar besta sundfólki Íslands. Ekki má gleyma að Eygló Ósk Gústafsdóttir náði 10.sæti á heimsmeistaramótinu núna í desember. Inga Elín Cryer synti einnig á því móti og stóð sig vel, hún sló meðal annars íslandsmet í öllum sínum greinum.
Mótið var því mjög sterkt og var þetta því gífurlega góð reynsla fyrir okkar unga lið að fá að vera með.  
Krakkarnir stóðu sig mjög vel og sýndu hvað þau væru efnileg og hvað þau hafa lagt hart að sér við æfingar undanfarið. Með góðan grunn lögðu þau sig öll fram og uppskáru. Margir komust í úrslit og nokkrir unnu til verðlauna. Eina sem vann til verðlauna í fullorðinsflokki var Bryndís Bolladóttir en hún synti öll sín sund til úrslita. Hún er að synda þetta mót sem undirbúning að meistaramóti sem fer fram í apríl. Hún var því oftar en ekki að synda mörg sund bæði fyrir og eftir hádegið. Hennar árangur lofar góðu fyrir meistaramótið. Á meistaramótinu verður síðan valið á smáþjóðaleikana sem verða haldnir hérna á Íslandi í sumar.  
Unga fólkið okkar stóð sig vel eins og áður var sagt. Þeir sem tóku þátt í úrslitum og þurftu því að keppa í opnum flokki s.s  voru þau Þórkatla Ómarsdóttir, Snævar Atli Halldórsson, Sigurjóna Ragnheiðardóttir.
Þura Snorradóttir setti þrjú glæsileg Akureyrarmet í baksundi.  Bætingar voru yfir 85% af öllum syntum sundum.
Glæsilegur hópur af sundfólki sem við skörtum hérna á Akureyri.
Til hamingju með árangurinn krakkar.