Fréttir af Malmö ferðalöngum.

Nú er Malmöferðin yfirstaðin og held ég að megi segja að hún hafi gengið vel í öllum megin atriðum. 

Árangur okkar iðkenda var góður og voru ágætis bætingar í nær öllum sundum. Sér í lagi er Bergur að sýna miklar framfarir. 
Svo myndaðist mikil stemning í kringum boðsundin og endaði með því að boðssundsveit Óðins í 4x50 frjálst sigraði sveit Fjarðar með 2 sek mun. Sveitin okkar í 4x50 fjór endaði svo í 3ja sæti.
Villi stóð sig mjög vel sem aðstoðarþjáfari og aðstoðarmaður Axels og Bjarka(sem voru án foreldra) og er ég mjög ánægður með að hafa tekið hann með í ferðina.
Þetta eru iðkendur sem sum hver þurfa töluverðan stuðning vegna sinnar fötlunar á keppnisstað m.a við að vera meðvituð um hvernær þau eiga að mæta í sundin o.sfrv þannig að það er mikilvægt að hafa nægan mannskap á staðnum. Þeir foreldrar sem voru með voru líka mjög dugleg við að grípa inn í með okkur Villa og aðstoða ef þess þurfti. 
En í heildina litið var þetta vel heppnuð ferð og komu allir heim sælir og glaðir.

Myndir frá ferðinni eru komnar í myndaalbúm.