Fréttir af Asparmótinu

Í dag var hið árlega Asparmót fatlaðra haldið í Laugardalslauginni. Frá okkur voru 6 keppendur, Arndís, Axel, Bergur, Breki, Rakel og Tinna og stóðu þau sig alveg rosalega vel. Þetta mót er með Special Olympic sniði og er veitt verðlaun fyrir hvern riðil svo við komum með alveg helling af verðlaunum með okkur heim. Í þetta skiptið fór enginn tómhentur heim, þeir sem voru ekki í fyrstu 3 sætunum fengu verðlaunaborða. Alltaf jafn skemmtilegt mót og alltaf gaman að fara suður og hitta félagana fyrir sunnan. Klikkuðum svo ekki á pylsuvagninum sem er föst hefð á þessu móti :) Allir sáttir og sælir í lok dags :)

Kveðja, Anna Fanney