Fréttir af Asparmóti.

11 krakkar ásamt þjálfurum og fararstjóra fóru suður um sl. helgi og kepptu á Asparmóti. Flogið var suður að morgni og heim aftur að kvöldi.

Á þessu móti er keppt samkvæmt Special Olympic reglum. Raðað er í riðla eftir getu. Þá eru veitt verðlaun fyrir hvern riðil fyrir sig. 1, 2 og 3ja sætið fær verðlaunapeninga en sæti 4-6 fá borða. Í lok móts er síðan veittur bikar fyrir stigahæsta sund. Í ár var það Jón Margeir Sverrisson sem hlaut hann en hann hefur hlotið hann undanfarin ár. Fast á hæla hans í stigum var síðan Vilhelm okkar og von okkar er að Villi komi með hann heim einhvern daginn. Krakkarnir voru allir að standa sig mjög vel og komu heim klyfjuð verðlaunum.

Eftir mótið var staldrað við í Pylsuvagningum í Laugardalnum til að seðja sárasta hungrið. Pylsurnar runnu ljúflega niður.
Allir komu heim glaðir og ánægðir eftir skemmtilegan dag í Reykjavík.

Takk fyrir okkur Dilla og Jón Heiðar.