Fréttapistill frá AMÍ 2012

Aldursflokkameistaramóti Íslands lauk í Reykjanesbæ sl. sunnudag. Í ár var mótið einum mótshluta lengra þannig að ferðalangar frá Akureyri þurftu að fara degi fyrr. Mótið hófst á fimmtudagsmorgni með 1500 m skriðsundi.

Hér að neðan er samantekt fyrir mótið og tenglar á myndir og fleira skemmtilegt.

Hápunkurinn í sundlífinu
Sundmenn frá 14 félögum tóku þátt á mótinu. Keppt er í fjórum aldursflokkum frá 12 ára og yngri og upp í 17-18 ára. Jafnframt geta 19 ára og eldri keppt á mótinu til verðlauna en árangur þeirra telur ekki í stigakeppni félaganna. AMÍ er hápunkturinn í sundlífinu ár hvert og markar lokin á sundtímabilinu. Ná þarf ströngum lágmörkum til að öðlast keppnisrétt og því kemur saman á mótinu besta sundfólk landsins í hverjum aldursflokki.


Aldursflokkameistarar og Akureyrarmethafar.
Nanna Björk, Bryndís Bolla og Birgir Viktor eru aldursflokkameistara Óðins þetta árið. Nanna Björk fjórfaldur aldursflokkameistari í 200 m bringusundi, 100 m bringusundi, 200 m flugsundi og 100 m fjórsundi. Birgir Viktor í 100 m baksundi. Bryndís Bolladóttir í 100 m skriðsundi.

Nanna Björk sló Akureyrarmet Elínar Erlu Káradóttur í 400 m fjórsundi frá 2008 og bætti tíma hennar um rúmar 2 sek (5,15,65/5,13,20).

Birgir Viktor bætti tíma Arnórs Inga Hansen í 50 m baksundi frá 2007 um nokkur sekúndubrot (28,89/28,35) , 100 m baksundi frá 2008 um rúma sekúndu (1,01,64/59,56).
200 m baksund sem Þórir Gunnar Valgeirsson átti frá 2006 um rúmar 4 sek (2,15,57/2,11,32).
100 m bringusund sem Hannibal Hafberg átti frá 2006 um tæpar 2 sek (1,10,00/1,08,40).

Árangur Óðins
Verðlaun Óðins skiptust annars þannig.

17-18 ára:
Birgir Viktor gull í 100 m baksundi, silfur í 200 m baksundi og brons í 100 m flugsundi.
Hildur Þórbjörg silfur í 100 m baksundi og brons í 200 m baksundi
Júlía Ýr brons í 400 m skriðsundi.
Karen Konráðsdóttir brons í 200 m bringusundi.

13-14 ára:
Nanna Björk gull í 200 m bringusundi, 100 m bringusundi, 100 m flugsundi, 100 m fjórsundi, brons í 100 m skriðsundi.
Bryndís Bolladóttir, gull í 100 m skriðsundi og silfur í 100 m flugsundi.

12 ára og yngri:
Snævar Atli brons í 200 m bringusundi og silfur í 100 m bringusundi.

Boðsund:

12 ára og yngri
Brons í 4x100 m skriðsundi og sveitina skipuðu Aron Bjaki, Hákon Alexander, Viktor Emil og Baldur Logi.
Silfur í 4x50 m fjórsundi og sveitina skipuðu Baldur Logir, Aron Bjarki, Snævar Atli og Hákon Alexander
Brons í 4x50 m skriðsundi og sveitina skipuðu Snævar Atli, Hákon Alexander, Baldur Logi og Aron Bjarki.

13 – 14 ára.
Silfur í 4x100 m fjórsundi og sveitina skipuðu Elín Kata, Nanna Björk, Kristín Ása og Bryndís Bolla.
Brons í 4x100 m skriðsundi og sveitina skipuðu Nanna Björk, Kristín Ása, Elín Kata og Bryndís Bolla.
Brons í 4x50 m skriðsundi og sveitina skipuðu Nanna Björk, Kristín Ása, Elín Kata og Bryndís Bolla.

15 – 16 ára.
Brons í 4x50 m skriðsundi og sveitina skipuðu Bryndís Bolla, Júlía Rún, Rakel og Nanna Björk.

17 – 18 ára.
Brons í 4x100 m fjórsundi og sveitina skipuðu Birkir Leó, Freysteinn Viðar, Birgir Viktor og Helgi Freyr.
Brons í 4x100 m skriðsundi og sveitina skipuðu Birgir Viktor, Birkir Leó, Helgi Freyr og Freysteinn Viðar.
Brons í 4x50 m fjórsundi og sveitina skipuðu Birgir Viktor, Freysteinn Viðar, Oddur, Birkir Leó.

Stigakepppni félaganna
Nokkuð ljóst var frá upphafi mótsins hverjir færu með sigur úr bítum og er ÍRB vel að sigrinum kominn.

Lokastigastaða 2012:

1 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 1.749
2 Sunddeild Fjölnis 959
3 Sundfélagið Ægir 829
4 Sundfélag Hafnarfjarðar 635
5 Sundfélagið Óðinn 568.5
6 Sunddeild Breiðabliks 469
7 Sunddeild KR 351
8 Sundfélag Akraness 286.50
9 Ungmennafélagið Afturelding 143
10 Sunddeild Ármanns 76
11 Sunddeild Umfg 20
11 Sunddeild Stjörnunnar 20
13 Sundfélagið Vestri 18
14 Sunddeild Umf Selfoss 12

Alls: 6,136 stig

Glæsilegt lokahóf
AMÍ lauk svo með glæsilegu lokahófi í Stapanum þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur á mótinu. Umgjörðin var glæsileg, maturinn mjög góður og vel úti látinn. Eftir velheppnað lokahóf var gist aukanótt í skólanum og haldið heim á leið morguninn eftir.

Myndir og úrslit
Hægt er að nálgast myndir frá mótinu á heimasíðu mótsins hjá ÍRB (myndir) Öll úrslit eru á heimasíðu Óðins. Þeir foreldrar sem voru á mótinu og tóku myndir þá væri gaman að fá eitthvað af þeim til að setja á heimasíðuna. Gott væri að fá þær á minniskubb sem hægt væri að skilja eftir í efstu skúffu í þjálfaraherberginu og láta vita á netfangið (lisabj@simnet.is)