Frétt af Gullmóti KR sl. helgi.

Frábær helgi  hjá sundkrökkunum okkar.  KR mótið var fjölmennt að venju og fórum við með 50 manna hóp héðan frá Akureyri snemma á föstudags morgun.

Árangur krakkanna var glæsilegur og miklar frammfarir hjá þeim.  Mörg verðlaun komu í safnið þeirra og var ósjaldan að sjá Óðins krakkana standa á verðlaunapallinum.

Krakkarnir skemmtu sér konunglega og var mikið sungið og trallað á milli þess sem þau sýndu getu sína í lauginni.  Það var mikið tekið eftir þeim fyrir frábæra liðsheild og góðan árangur.

Virkilega glæsilegt liðið okkar.

Úrslitin eru á heimasíðunni okkar.

Í lok móts eru valdir stigahæstu einstaklingarnir eftir FINA stigatöflu, samanlagðar þrjár greinar.  Bryndís Bolladóttir var þar í þriðja sæti á eftir Eygló Ósk Gústafsdóttir og Daníel Hannesi Pálssyni.  En þau eru bæði í A landsliðinu og Eygló var á síðustu Ólympíuleikum.  Ekki amalegur félagsskapur fyrir okkar unga sundfólk.  Frábær árangur hjá okkar sundfólki.

Kíkið endilega á úrslitin þegar þau verða birt.

Til hamingju með árangurinn krakkar og takk fyrir árangursríka og skemmtilega helgi.

Þjálfarar og farastjórar á KR 2014.