Framtíðarhópur, Úrvalshópur, Afrekshópur og aðrir sundhópar

Nú er sundstarfið að fara á fullt hjá sundfélaginu Óðni og munu eftirfarandi hópar byrja mánudaginn 26. ágúst nk.

Framtíðarhópur kl: 16:00

Úrvalshópur kl: 17:00

Afrekshópur kl: 17:00

Það verður haldinn fundur með þjálfurum og iðkendum í Úrvals- og Afrekshóp, og einnig fundur með sömu iðkenndum, þjálfurum og foreldrum/forráðamönnum um mánaðarmótin ágúst/september þar sem m.a. verður kynning á nýjum þjálfurum, farið yfir tímabilið framundan, æfingaráætlanir og foreldrastarf. Þessi fundur verður auglýstur nánar síðar.

Aðrir sundhópar byrja mánudaginn 2. september nk. og foreldrar munu fá tölvupóst með upplýsingum um hópaskipan þegar búið er að raða niður í alla hópa.