Foreldrar eru beðnir um að fylgjast með veðurspá!

Samkvæmt nýjustu veðurspám stefnir í -13°C á laugardeginum. Það þýðir að ef fram heldur sem horfir þá mun ekkert verða af Desembermótinu þetta árið þar sem við höfum miðað við að fella niður æfingar og mót ef frostið fer niður fyrir -10°C. Þetta er því miður sá veruleiki sem sundfélög þurfa að búa við sem æfa og keppa í útisundlaugum. Það er því ekkert annað í stöðunni fyrir okkur núna en að krossleggja fingur og bíða og vona að spáin breytist okkur í hag á næstu tveimur dögum. Við munum taka stöðuna á föstudeginum og taka endanlega ákvörðun þá þannig að við viljum biðja ykkur um að fylgjast vel með tilkynningum hér á heimasíðunni sem og á Facebooksíðu félagsins á næstu dögum.