Extramót SH 19. - 20. október - Skráning iðkenda

Þá er komið að skráningu á fyrsta sundmót vetrarins Extramót SH í Hafnarfirði fyrir afreks- og úrvalshóp. Samkvæmt upplýsingum frá yfirþjálfara mega allir iðkendur afreks- og úrvalshóp fara á þetta mót og því er mikilvægt að skrá sitt barn sem fyrst í skjalið hér fyrir neðan.

Vekjum athygli á því að mjög mikilvægt er að hafa lokið við skráningar fyrir sunnudaginn 6. okt nk.. Við viljum bæta okkur í undirbúningi og skipulagningu fyrir mótin sem og koma áleiðis upplýsingum um kostnað. Til þess að það sé hægt þurfum við að vera fyrr með skráningar heldur en hefur verið síðustu ár.

Smellið hér til þess að skrá barnið ykkar á Extramót SH

Ingi og Pétur fara báðir á mótið og því þarf bara einn fararstjóra til viðbótar til þess að geta farið á sundmótið, eins og er hefur enginn skráð sig sem fararstjóri. Endilega skoðið fararstjóraskjalið hér.

Allar skráningar verða að vera komnar inn í síðasta lagi sunnudaginn 6. október nk.