Extramót SH

Áfram Óðinn!

Þá höldum við heim á leið eftir viðburðaríka helgi á Extramóti SH! Óðinn þakkar kærlega fyrir sig, Sundfélag Hafnarfjarðar

Hæðir og lægðir, gott og slæmt en við stöndum saman í gegnum það allt saman sem liðsfélagar. Bætingarnar skipta mínútum og þessir snillingar eiga svo sannarlega hrós skilið fyrir kurteisi, jákvæðan liðsanda og fyrir að vera best

Í seinni hluta gærdagsins, 29. okt, krækti Alicja Julia sér í brons í 200 skrið, Eydís Arna í silfur í 100 bringu og Ísabella gull, í sínum flokk, í 100 bringu sömuleiðis!
Dagurinn í dag var nú heldur betur ekki af verri endanum en Ísabella nældi í silfur og Friðrika Sif í brons í 100 flug, Magni Rafn tók bronsið í 200 bringu, Alicja Julia silfur í 100 skrið og Sandra Rut silfur í 100 flug!
-
Þá fá IM25-farar loksins smá “afslöppun” en keyrslan heldur áfram fyrir þá sem ætla að standa sig aftur með snilli á Aðventumóti Fjölnis í lok nóvember.