Erindi fyrir foreldra og forráðamenn keppnishópa

Sunnudaginn 25. nóvember næstkomandi, ætla Ingibjörg Kristinsdóttir og Kristinn Þórarinsson að vera með erindi sem er sérstaklega ætlað foreldrum og forráðamönnum keppnishópa Óðins. Ingibjörg er formaður fræðslu- og kynninganefndar SSÍ auk þess að vera móðir Kristins sem er núverandi landsliðsmaður í sundi. Erindið hefst kl. 14 og verður í M01 í Verkmenntaskólanum á Akureyri - gengið inn norðan megin. Erindið stendur öllum foreldrum/forráðamönnum iðkenda Óðins til boða endurgjaldslaust.

Í erindinu ætla þau Ingibjörg og Kristinn að fjalla um hlutverk foreldra í æfinga- og keppnisferli barnanna. Farið verður yfir hvaða hlutverk foreldrar geta tekið að sér t.d. á sundmótum og í starfi félaga almennt. Einnig verður farið yfir það hvar sé hægt að nálgast upplýsingar um sundið, um móttöku nýrra foreldra og hvert hlutverk annarra foreldra er í þeim efnum. Kristinn kemur inn á hvernig þetta blasir við honum sem sundmanni á meðan Ingibjörg talar um hvernig þetta birtist henni sem foreldri. Ólík sýn sem vinnur samt að sama marki.

Við hvetjum alla foreldra/forrámenn til þess að fjölmenna í VMA næsta sunnudag!

Með bestu kveðjum,
Stjórn og þjálfarar Óðins