Kynningafundur á sundstarfi vetrarins

Kynningarfundur fyrir eldri hópa Óðins, miðvikudaginn 31. ágúst. Fundurinn er fyrir alla eldri hópa Óðins, þ.e.a.s. Hákarlahóp, Krókudíla, Framtíðarhóp, Úrvalshóp, Afrekshóp og Garpahóp. Fundurinn verður haldinn í kaffiteríu Íþróttahallar Akureyrar, kl 20-21. Upplýsingafundurinn er ætlaður foreldrum sem og iðkendum. Við ætlum að fara yfir sundárið sem er fram undan, þjálfun, viðburði o.fl. Þjálfarar og stjórn vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta.