Engar æfingar mánudaginn 16. mars

Samkomubann tekur gildi á öllu landinu og munu samkomur vera takmarkaðar í 4 vikur frá miðnætti í dag sunnudagsinn 15. mars. Vegna samkomubannsins ætlum við að gefa þeim aðilum sem eru að skipuleggja allt skólastarf og íþróttastarf í sveitarfélaginu tækifæri til að vinna. Af þeim sökum verður öllum æfingum hjá sundfélaginu aflýst mánudaginn 16.mars.

Við munum setja inn frekari upplýsingar hér, á facebook síðu Óðins, facebook hópa og í tölvupósti um leið og við fáum einhverjar upplýsingar um stöðu mála.

Stjórn sundfélagsins og þjálfarar