Eftir AMÍ á Akranesi.

AMÍ gekk vel hjá Óðni. Það sáu sér ekki allir fært að fara á Akranes svo að við vorum ekki með fullskipað lið en þó vel skipað ☺.

Góður árangur náðist með ungt lið sem sýndi miklar bætingar og baráttuvilja. Liðið sannaði það hversu efnileg þau eru og eiga framtíðina fyrir sér. Við misstum æfingasvæðið okkar í undirbúning okkar í næstum mánaðartíma og þá kom sér vel að eiga góða granna. Bíbí bauð okkur velkomin á Hrafnagil sem bjargaði okkur algjörlega. Við erum henni þakklát fyrir þessa hjálp annars hefði verið lítið AMÍ fyrir okkur.

Nokkur verðlaun voru að sjálfsögðu unnin og eigum við marga af efnilegustu krökkunum í sínum árgöngum á landinu.

Það var miður að strákarnir okkar gátu ekki verið með boðsundssveit þar sem eingöngu 3 strákar voru með. Hinir sáu sér ekki fært að taka þátt en vonandi verður staðan önnur að ári. Þessir þrír sem með okkur voru stóðu sig mjög vel og allt á réttri leið hjá ungu mönnunum.

Til hamingju krakkar við hóldum áfram að æfa vel og það skilar sér í góðum árangri