Dómaranámskeið 6. og 7. desember nk.

Sundfélagið Óðinn áformar að halda dómaranámskeið í desember og verður það í tveimur hlutum, þ.e. bóklegt og svo verklegt. 

Bóklegi hluti námskeiðsins verður haldinn föstudaginn 6. desember kl 20.00, og verklegi hlutinn verður á Desembermóti Óðins sem fram fer laugardaginn 7. desember kl 09.00.

Eitt af helstu verkefnum foreldra barna og unglinga sem æfa og keppa í sundi er að taka þátt í sundmótum þeirra. Dómgæslan er því kjörin leið fyrir foreldra til að fá innsýn í sundíþróttina og einnig gefur hún okkur ómetanlegt tækifæri til að taka þátt í því sem börnin okkar eru að gera. Við hvetjum sem flesta til að gefa sér tíma til að koma á þetta námskeið til þess að efla sundfélagið enn frekar og þanng möguleika að geta haldið öflugri sundmót hér á Akureyri í framtíðinni.

Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráning fer fram á netfanginu varaformadur@odinn.is                    
Dómaranámskeið