Dómaranámskeið

Dómaranámskeið verður haldið 22. nóvember kl. 18:00 – 21:00 í Fundarsal á 2.hæð Laugardalslaug, Reykjavík  

Þetta námskeið verður staðnámskeið og einnig í Teams fjarfundi fyrir landsbyggðina. 

Ég ætla að fá fundarsal ÍBA fyrir okkur hér á Akureyri til að hafa námskeiðið þar uppí á stórum skjá og get þá leiðbeint líka og svarað spurningum eftir námskeiðið.

Þetta mun vera bóklegi hlutinn, verklega hlutann er svo hægt að taka á desembermótinu okkar eða móti í Reykjavík.

Skráning á dómaranámskeið sendist á domari@odinn.is með upplýsingum um nafn, kennitölu, síma og hvaða sundfélagi/deild viðkomandi er tengdur. 

Kv. Katrín Sif, yfirdómari Óðins