Dómaranámskeið

Áætlað er að vera með dómaranámskeið föstudaginn 9. september kl 20:00. Bóklegi hlutinn er kláraður á föstudeginum og í framhaldi er hægt að taka á verklegan hluta á Sprengimótinu sem er 10. og 11. sept.

Námskeiðið er einn bóklegur hluti sem tekur uþb. 2 1/2klst, þar sem farið er yfir sundreglur og fleira sem við kemur sundmótum og svo þarf að starfa tvo mótshluta í verklegri þjálfun til að verða dómaranemi.

Til að verða almennur dómari þarf að safna 40 punktum á 12 mánaðar tímabili, veittur er auka tíma til að safna punktum þar sem að við höfum ekki jafn góðan aðgang að mótum og aðrir fyrir sunnan. Við skráningu á námskeiðið er óskað eftir upplýsingum um nafn, kennitölu, gsm og hvaða félag viðkomandi tengist.

Skila þarf inn skráningu á dómaranámskeið á netfangið: domari@odinn.is

Einnig eru eldri dómarar velkomnir á námskeiðið sem vilja næla sér í smá upprifjun .

 

Með von um frábæra þáttöku, Katrín Sif, yfirdómaranemi Óðins.