Desembermót Óðins 7. desember nk.

Laugardaginn 7. desember verður árlegt desembermót Óðins haldið í Akureyrarlaug. Fyrir marga iðkendur er þetta þeirra fyrsta sundmót og er mikilvægt að geta gefið sundmönnum mótsreynslu í heimabyggð. Mótið er einungis einn hluti og því stutt.
Við hvetjum aðstandendur iðkenda til þess að fjölmenna og styðja við bakið á sundmönnunum.


Upphitun hefst kl. 9:00 og mótið sjálft hefst klukkan 10:00.                                               Desembermót


Sundfélagið Óðinn er að mestu rekið af sjálboðaliðastarfi og því er mikilvægt að allir hjálpist að við framkvæmd mótsins, hvort sem er við undibúning, tiltekt eða framkvæmd. Stjórn sundfélagsins óskar því eftir því að allir sem hafa tök á aðstoði með einhverjum hætti við mótið. Ef þið viljið bjóða ykkur fram til einhverra starfa endilega sendið póst á odinn@odinn.is eða formadur@odinn.is. Margar hendur vinna létt verk :)