Laugardaginn 8. desember verður hið árlega desembermót Óðins haldið. Mótið er stutt þar sem það samanstendur einungis af einum hluta. Upphitun hefst kl. 9:00 en keppni hefst kl. 10 og ætti að vera lokið um kl. 12. Við ætlum þó að hafa þann fyrirvara á mótinu að hitastigið fari ekki mikið undir -5°C.
Mótið er ætlað Krókódílum, Höfrungum (báðum laugum), Afreks-, Úrvals- og Framtíðarhópi. Verðlaun verða veitt fyrir stigahæsta sundmann og konu í flokkunum 12 ára og yngri, 13-14 ára og svo 15 ára og eldri. Verðlaun verða veitt strax að móti loknu.
Þjálfarar sjá um skráningar á mótið. Þeir sem ekki ætla sér að taka þátt á mótinu eru vinsamlegast beðnir um að láta þjálfara vita fyrir fimmtudaginn 6. desember.
Skráningarskjal fyrir þjálfara má nálgast hér
Greinar og bein úrslit má nálgast hér
Greinauppröðun má nálgast hér