Desembermót 2010

Desembermót Óðins síðastliðinn laugardag gekk með ágætum. Svalt var í veðri eins og jafnan í desember en sundmenn létu það ekki á sig fá.

Samkvæmt venju voru veittar viðurkenningar fyrir stigahæstu sund og það voru: Nanna Björk Barkardóttir (meyjar), Kári Ármannsson (sveinar), Júlía Rún Rósbergsdóttir (telpur), Birkir Leó Brynjarsson (drengir), Júlía Ýr Þorvaldsdóttir (stúlkur), Freysteinn Viðar Viðarsson (piltar), Guðný Halla Jónsdóttir (konur), Jón Gunnar Halldórsson (karlar). Mynd af krökkunum með viðurkenningar sínar má sjá hér að ofan. Einnig er hægt að sjá mynd í fullri stærð.

Sævar tók fullt af myndum sem koma innan tíðar á myndasíðuna.

Úrslit frá Desembermóti