Dagur tvö á ÍM 25

Annar dagur á IM 25 er að kvöldi kominn.  Það var þreytt og vel mettað sundfólk sem kom hingað heim á hótel eftir góðan dag í lauginni.


Óðins fólkið stóð sig með ágætum á þessum degi, þó svo að engin verðlaun hafi komið í hús.
Þeir sem syntu í úrslitum voru þau Bryndís Bolladóttir, Júlía Ýr þorvaldsdóttir, Erla Hrönn Unnsteinsdóttir, Rakel Baldvinsdóttir, Birgir Viktor Hannesson, Birkir Leó Brynjarsson, Oddur Viðar Malmquist og Vilhelm Hafþórsson.  Allir þessir sundmenn stóðu sig vel og voru að bæta sinn besta árangur.


Hinar stórefnilegu sundkonur okkar Bryndís Bolladóttir og Rakel Baldvinsdóttir eru að blanda sér í toppbaráttuna í sínum greinum.


Við enduðum góðan dag á boðsundum þar sem allir náðu að toppa sinn árangur.  
Frábær dagur hjá okkar fólki.

Kveðja frá Hafnarfirði