Dagur 3 ÍM 50 og Íslandsmet í 50 flug.

Dagur 3 byrjar með látum. Bryndís Rún Hansen setti Íslandsmet í 50m flugsundi en hún synti á 27,03 en gamla metið átti Sarah Blake Bateman frá árinu 2012 og það var 27,32 og er það lágmark inn á HM. 3 af 4 i úrslitum í 50 flug og 2 bestu tímana innn. Nanna Björk í svimoff um 8. sætið. Bryndís bætti svo sitt eigið Íslandsmet í úrslitasundinu og er þar með orðin fyrst íslenskra kvenna til að fara undir 27 sek. en hún synti á 26:92. Glæsilegt hjá Bryndísi Rún. Nafna hennar Bolladóttir var síðan í 2. sæti. 
Bryndís var í hörku stuði í dag og sigraði einnig 200 m skriðsund. Boðsundssveitin varð síðan í 2. sæti í 4x100 skrið.

Stjórn Óðins óskar stelpunum til hamingju með frábæran árangur um helgina og enn sýna þær og sanna að keppendur Óðins eru bestir hvar sem þeir koma til keppni.

Til hamingju stelpur þið eruð langflottastar.