Dagur 2 ÍM 50

Árangur dagsins var ekki síðri en í gær. Bryndís Rún sigraði með yfirburðum 100 skrið og náði lágmarki fyrir HM. Bryndís nafna hennar hafnaði í 5. sæti eftir góða baráttu. Nanna og Kristín Ássa syntu vel í útslitum í 200 fjór og bættu árangur sinn. Elín Kata hafnaði í 2. sæti í 200 m flugsundi og bætti sig mikið. 
Boðsundssveitin endaði í 3. sæti í 4x100 fjór. Ungu stelpurnar okkar þær Embla Sól og María Arnars stóðu sig glæsilega og bættu árangur sinn verulega í undanrásum. Óðinsliði er að standa sig glæsilega á meistarmótinu. Bryndís Rún að sýna hversu sterk hún er og hefur unnið öll sín sund með yfirburðu og virkilega spennandi tími framundan hjá okkar manneskju sem er á leiðinni á HM.

TIL HAMINGJU ÓÐINN.