Dagur 2 ÍM 25. 3 og 4 hluti

Þriðja hluta lauk nú rétt í þessu og krakkarnir syntu mjög vel.  Elín Kata bætti fyrri árangur í 800 m. skriðsundi um 11 sek.  Birkir bætti sinn árangur í 200m skriðs og einnig Rakel.  Nanna synti tvær greinar, 100 flug og 100 fjór og er í úrslitum í þeim báðum.  Bryndís synti einnig tvær og syndir líka í úrslitum í þeim báðum en það er 200 skrið og 100 fjór.  Birgir Viktor synti 100 flug og bætti sig og er að synda aftur í úrslitum.Oddur synti sama sund og gerði það ágætlega.   Kristín Ása , Guðrún og Embla Sólrún syntu allar gott sund í 200 m. bringu.  þær náðu ekki í úrslit en voru allar mjög nálægt því.  Guðrún er fyrsti varamaður inn og vonum við bara að einhver skrái sig úr.

Krakkarnir að sína miklar framfarir og gera þetta allt saman mjög vel.

Hressar sundkveðjur héðan úr Hafnarfirðinum.

 

Fjórða hluta á IM 25 lokið og enn eru Óðinns krakkarnir í miklu stuði.  Miklar bætingar aftur í úrslitahlutanum og einn enn bættist við í unglingalandsliðshópinn.  Birgir Viktor náði 3.sæti í 100 m. flugsundi, Bryndís náði 3.sæti í 200 m. skriðsundi og Nanna í 100 m. flugsundi.  Frábær sund hjá þeim öllum.  Bryndís og Nanna bættu sig líka verulega í 100 m fjórsundi og lentu í 4. og 5.sæti.
Bryndís Bollad. Setti nýtt Akureyrarmet í telpnaflokki í 50 skrið 26.98

Stelpurnar urðu síðan í 4.sæti í boðsundinu.

Frábær dagur hjá Óðinns krökkum.  Núna eru allir komnir heim á hótel sáttir með afrakstur dagsins.

Minni enn og aftur að fylgjast með sundmótinu á sporttv.

 

Sundkveðjur IM 25 hópurinn:)