Dagur 1 á ÍM 25

Fyrsta degi er nú lokið á IM 25 þetta árið.  Við erum sátt með daginn og krakkarnir stóðu sig vel.  Einn íslandsmeistaratitill kominn og það var Elín Kata sem sigraði 200 m. flugsund.  Bryndís var síðan í öðru sæti í 50 m. skriðsundi . 
Liðið hefur staðið sig vel og nánast allir að bæta sig.  Nanna synti  til úrslita í 100 m. bringusundi og 200m. fjórsundi og var að bæta sinn árangur í þeim greinum.  Snævar Atli synti 100m bringusund og 200m fjórsund til úrslita og bætti sinn árangur verulega í báðum greinum.  Baldur Logi bætti sig einnig í 200m fjórsundi þegar hann synti þá grein í úrslitum.  Báðir piltarnir syntu einnig 400 m. skriðsund og voru að bæta sig þar einnig. 
Rannveig Katrín bætti árangur sinn verulega í 200m flugsundi en var dæmd ógild vegna hreyfingar á palli í ræsingu.  Þura er yngsti keppandinn á mótinu og er hún að standa sig glæsilega og bæta árangur sinn.  Þórkatla, María og Alexandra syntu allar í undanrásum.  Þórkatla bætti sig mikið í 400 m. skriðsundi og einnig þegar hún synti fyrsta sprett í 4*200 m. skriðsundi í úrslitum.  María bætti árangur sinn í 200 m. fjórsundi og einnig Alexandra.  Kristín Ása synti 100 m. bringusund mjög vel.  Embla Sólrún náði sér ekki á strik í þeirri grein en á nóg eftir fyrir komandi daga.  Embla Sól var einnig að synda 50 m. skriðsund og 200 m. baksund og bætti sig vel í báðum greinum.
Liðið er að synda mjög vel og góð stemming í hópnum.  
Við sendum sundkveðjur heim á Akureyri.