CUBE mót SH

 Helgina 18 – 19 október  fór fram CUBE mót á vegum Sundfélags Hafnarfjarðar í Ásvallarlaug. Að þessu sinni sendi Sundfélagið Óðinn 18 keppendur til leiks. Það voru mikið um bætingar en yfir 90% af sundum voru bættir tímar. Það fjölgaði í ÍM 25 hópnum um tvo sem er jafnframt næsta mót á dagskrá hjá okkur.  
 
Jón Ingi Einarsson heldur áfram að slá Akureyrarmet en um helgina tók hann fjögur ný met og bætti sjálfan sig á meti sem hann sló í vor.
 
50m skriðsund
Gamalt met (2011) - Birkir Leó Brynjarsson - 26.49 sek
Nýtt met - 26.20 sek
 
100m baksund
Gamalt met (2005) - Þórir Gunnar Valgeirsson - 1.07.84
Nýtt met - 1.06.19
 
50m bringusund 
Gamalt met (2005) - Magnús Arturo Batista - 34.98 sek
Nýtt met - 34.14 sek
 
100m flugsund 
Gamalt met (2009) - Oddur Viðar Malmquist - 1.05.90
Nýtt met - 1.04.68
 
100m fjórsund
Gamalt met (2025) - Jón Ingi Einarsson - 1.07.55
Nýtt met - 1.05.96
 
400m fjórsund 
Gamalt met (2008) - Freysteinn Viðar Viðarsson - 5.11.29
Nýtt met - 5.00.16
Fyrir þá sem vilja er hægt að kynna sér Akureyrarmet hér
 
 
Fararstjórar og þjálfari fá sérstakt hrós fyrir gott utanumhald á mótinu.
Sundfélagið Óðinn er afar stolt af keppnishópnum og hlökkum til að mæta á ÍM 25 í nóvember.