Bryndís Rún á nýju íslandsmeti í 100 m flugsundi.

Bryndís Rún Hansen Óðni fór 100 metra flugsund á nýju Íslandsmeti 0:59,95 og lenti í 27. sæti í greininni.  Hún fer því ekki inn í milliriðla, en til þess þurfti að synda undir 0:58,20. Gamla metið greininni átti Bryndís sjálf, en það er 1:00,25 og var sett í Bergen 2011.

Seinni grein Bryndísar Rúnar Hansen var svo 50 metra skriðsund sem hún synti á tímanum 0:25,29 og bætti þar með eigin tíma um ¾ úr sekúndu. Það gefur henni ??? sæti í greininni, þannig að hún syndir ekki í milliriðlum í kvöld.  Síðasti tími inn í undanúrslit er 0:24,60.  Íslandsmetið í greininni á Ragnheiður Ragnarsdóttir KR er 0:24,94 sett í Reykjavík 2010.

Sundfólkið fær hvíld núna seinni part dags þar sem ekkert þeirra á sund í úrslitum eða undanúrslitum.  Á morgun sunnudag, sem er síðasti keppnisdagurinn, er það Kristinn Þórarinsson Fjölni sem syndir 200 metra baksund, karlasveitin syndir 4x100 metra fjórsund og kvennasveitin okkar syndir 4x100 metra fjórsund. Við gerum okkur vonir um að a.m.k. kvennasveitin okkar komist í úrslitariðilinn.

Endileg fylgist með sundmönnunum okkar á www.sundsamband.is